mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísland er mitt heimaland

1. ágúst 2013 kl. 12:33

Nicki Pfau.

Stikkorð

Nicki Pfau

Á undanförnum áratugum hafa margir útlendingar fest rætur á Íslandi fyrir tilstuðlan íslenska hestsins. Þeirra á meðal er Nicki Pfau.

Á undanförnum áratugum hafa fjölmargir útlendingar fest rætur á Íslandi fyrir tilstuðlan íslenska hestsins. Þar á meðal er Þjóðverjinn Nicki Pfau, sem flutti til Íslands fyrir sextán árum og sýnir ekki á sér fararsnið.

Í nýjasta tölublaði Eiðfaxa sem kom út í vikunni er viðtal við við Nicki.

Hún talar um Ísland sem „heima“. Þýskaland er næst í röðinni. Fyrstu árin eftir að hún kom til Íslands vann hún sem atvinnumaður við tamningar,en nú starfar hún í Optical Studio í Smáralind, þar sem hún vinnur sem stílisti.

Hestamennskan er þó að sjálfsögðu aðaláhugamálið. Í viðtalinu fjallar hún um upphaf þess að hún fékk áhuga á íslenska hestinum, stóðhestinn Vídalín og aðra hesta hennar og marft fleira.

Eftirfarandi er brot úr viðtalinu:

„Maður á víst aldrei að segja aldrei, en ég held að ég flytji ekki aftur til Þýskalands. Það þarf alla vega eitthvað mikið að koma til. Mér líkar vel við hið stresslausa líf hér á Íslandi og hér áég heima.

Ég elska náttúruna og kyrrðina. Það er ekkert eins gefandi og að vera á hestbaki á fallegu sumarkvöldi í sveitinni á Íslandi. Það er yndislegt,“ segir Nicki.

Nicki teygir Hnotu frá Stóra-Vatnsskarði á skeiði. Hnota er undan Vídalín frá Hamrahóli (rangur myndatexti birtist með myndinni í blaðinu).