sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ísköldum hestamönnum aflýst

4. mars 2015 kl. 10:30

Ísmótið Svellkaldar konur er vinsælt meðal hestakvenna.

Ný gerð af ísmóti fyrir yngri flokka gekk ekki upp.

Vegna lélegrar þátttöku á fyrra ísmóti LH „Ískaldir hestamenn“  hefur LH ákveðið að aflýsa mótinu næstkomandi laugardag.

 ,,Þeir sem þegar hafa skráð sig og greitt þátttökugjaldið munu fá endurgreitt á næstu dögum. Gott væri ef þeir aðilar myndu senda línu á johanna@landsmot.is með fullu nafni, kennitölu og bankanúmeri. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda."

Enn stendur þó til að halda Svellkaldar þann 21. mars en allra jafnan hafa þau 100 pláss sem í boði eru á mótið fyllst á fyrsta skráningadegi. Skráningar hefjast þriðjudaginn 10. mars kl. 12:00 á hádegi. Skráningargjald er kr. 10.000 og rennur til styrktar landsliðinu Íslands í hestaíþróttum.