laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ískappleikar á Leirutjörn

20. febrúar 2014 kl. 16:20

Höskuldur Jónsson og Sólfaxi frá Sámsstöðum Mynd: Fax.is

Nokkrir flokkar í boði - þrír inn á í einu.

Ískappleikar á Leirutjörn Akureyri verða haldnir á laugardaginn 22 febrúar (ef veður leyfir). Á tjörninni verða hryssu og stóðhestasýningar. 

Keppt verður í tölti á beinni braut. Karlaflokkur - kvennaflokkur. Yngri en 18 ára. (3 inná í einu) og 150 metra skeið. 

Töltkeppnin fer þannig fram að fyrst er forkeppni með 3 inná í einu og svo fara 5 efstu í hverjum flokki í úrslit.

Sýna skal: Hægt tölt eina umferð. Tölt með hraðamun eina umferð, og fegurðarístölt ein umferð. 

2 dómarar dæma.

Skráningar í netfangið fusihelga@internet.is fyrir kl 23.00  föstudaginn 21 febrúar. Skráningargjald kr 1000 hver skráning (í tölt og skeið.) greiðist á staðnum.

Stefnt er að því að hefja dagskrá kl 11.00 á Laugardaginn.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigfús Ólafur Helgason  í sima 846-0768.