miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ískaldir og Svellkaldar haldin í Skautahöllinni

13. febrúar 2015 kl. 11:00

Þórarinn Ragnarsson og Þytur frá Efsta-Dal II

Þrjú Ísmót haldin á vegum Landssambandsins.

Ísmót LH verða með örlitlu breyttu móti í ár, nýjum viðburði verður bætt við sem mun kallast Ískaldir.

Þar munu ungmenna-, áhugamanna- og opin flokkur spreyta sig á svellinu. Svellkaldar verða á sínum stað í Skautahöllinni en Allra sterkustu mun flytja í Sprettshöllina.

Búið er að festa eftirfarandi dagsetningar:

  • 7. mars                 - Ískaldir
  • 21. mars              - Svellkaldar
  • 4. apríl                  - Allra sterkustu

Skráningar hefjast von bráðar en allur ágóði af skráningargjöldum rennur til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga.