föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ískaldar töltdívur

9. febrúar 2016 kl. 11:00

Skráning er hafin á Ískaldar töltdívur.

Viðburðurinn verður haldin í Samskipahöllinni (Spretti) laugardaginn 20. febrúar næstkomandi. Skráningin hófst í morgun og fer vel af stað!

Í ár verða keppnisgreinarnar eftirfarandi: T1 (Opin flokkur), T3 (Meira vanar), T7 (Minna vanar) og T3 (Ungmennaflokkur (18-21 árs)). Ungmenni geta skráð sig í aðra flokka eftir því hvað þeir treysta sér í.

Keppnin hefst með forkeppni, að henni lokinni verður skemmtiatriði í hléi og svo taka úrslitin við.

 

Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add


Skráningargjöld kr. 6000.

 

Takmarkaður fjöldi skráninga!

 

Allur ágóði af mótinu fer til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum