sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ís-landsmót á Svínavatni - skráning

1. mars 2010 kl. 13:15

Ís-landsmót á Svínavatni - skráning

Skráningar á Ís-landsmótið á Svínavatni 6.mars n.k. berist á netfangið gudinga@ismennt.is í síðasta lagi þriðjudaginn 2. mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, nafn knapa,  nafn og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu.

Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 í síðasta lagi fimmtudaginn 4. mars annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista. Sendið kvittun á neisti.net@simnet.is  þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga. Fyrirsjáanlegt er að þáttaka verður mikil og hafa því verðlaun verið aukin eins og sjá má á is-landsmot.is.