mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Irene Reber í A-úrslit í fjórgangi

10. ágúst 2019 kl. 12:30

Irene Reber á keppnisrétt í A-úrslitum í fjórgangi

Mistök Ásmundar á brokki dýrkeypt

 

 

Það var Irene Reber sem sigraði keppinauta sína í b-úrslitum í fjórgangi nú rétt í þessu. Hestur hennar er Þokki frá Efstu-Grund, sem Kristín Lárusdóttir varð heimsmeistari á í tölti árið 2015. Einkunn Irene er 7,60

Ásmundur Ernir á Fræg frá Strandarhöfði veitti Irene mikla keppni og  ef ekki hefði verið fyrir mistök á brokksýningu hjá Ásmundi hefði hann að öllum líkindum sigrað keppni í B-úrslitum. En einkunn Ásmundar fyrir brokk var einungis 6,67. Heildareinkunn 7,50. Ásmundur hefur því lokið keppni á HM en hann hefur staðið sig með stakri prýði, þó svo að þeir sem þekkja Ásmund viti að hann sætti sig aldrei við minna en efstu sæti.

 

 

Sæti.

Knapi

Hestur

Einkunn

Land

1

Irene Reber

Þokki frá Efstu-Grund

7.60

Þýskaland

2

Ásmundur Ernir Snorrason

Frægur frá Strandarhöfði

7.50

Ísland

3

Kristján Magnússon

Óskar från Lindeberg

7.13

Svíþjóð

4

Elise Lundhaug

Bikar frá Syðri-Reykjum

6.87

Noregur

4

Andrea Balz

Baldi frá Feti

6.87

Sviss