þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Innkalla Uvex hjálma

26. ágúst 2013 kl. 10:12

Uvex reiðhjálmur. Mynd fengin af vef Neytendastofu.

Uppfylla ekki staðla um viðnám.

Lífland hefur innkallað UVEX reiðhjálma af gerðinni Exxential (áður Uvision) sem seldur hafa verið í verslun Líflands frá árinu 2010.  Framleiðandinn, UVEX, er auk þess að innkalla tvær aðrar tegundir, Uvision Elegance og Supersonic Elegance.  Hjálmarnir hafa þegar verið teknir úr sölu.

Ástæða innköllunar er sú að þeir uppfylla ekki staðla um viðnám gegn því að eitthvað stingist í gegnum þá og/eða um höggþol. Einhverjir hjálmar eru ekki gallaðir en framleiðandinn tekur ekki áhættu og innkallar því alla hjálma af fyrrnefndum gerðum (óháð framleiðslulotu), að er fram kemur á heimasíðu Neytendastofu.

Þeir sem eiga reiðhjálm af gerðinni Exxential (áður Uvision), eru vinsamlegast beðnir um að hætta notkun hans undir eins og koma með þá aftur í verslun Líflands þar sem þeir fá annað hvort a.m.k. sambærilegan hjálm eða endurgreitt að fullu.

Samkvæmt tilkynningu frá Líflandi er hægt að hafa samband við Uvex í síma: +49 911 9774-0. Einnig veitir starfsfólk í verslunum Líflands svör við spurningum.