mánudagur, 17. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ÍM 2010 A úrslit í fjórgangi

28. ágúst 2010 kl. 16:47

ÍM 2010 A úrslit í fjórgangi

Það voru sviptingar í úrslitum i fjórgangi þó hélt Mette Mannseth efsta sætinu til enda en vegna þess að hún er erlendur ríkisborgari getur hún ekki orðið íslandsmeistari. Þá var spennan orðin mikil því eftir úrslitakeppnina voru Elvar Þormarsson og Eyjólfur Þorsteinsson jafnir þannig að dómarar urðu að gefa sætaröðun. Það var Elvar sem varð fyrir valinu svo Elvar þormarsson er íslandsmeistari í fjórgangi á Þrennu frá Strandarhjáleigu. Elvar kom upp úr B úrslitum í gær og orðinn Íslandsmeistari í dag, sannarlega ekki stysta leiðin að titlinum en kannski sætari fyrir vikið.

 
Fjórgangur
A úrslit 1. flokkur -
 
1   Mette Mannseth / Happadís frá Stangarholti 8,04
2   Elvar Þormarsson / Þrenna frá Strandarhjáleigu 8,03
3   Eyjólfur Þorsteinsson / Klerkur frá Bjarnanesi 8,03
4   Hulda Gústafsdóttir / Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu 7,94
5   Snorri Dal / Gustur frá Stykkishólmi 7,81
6   Sylvía Sigurbjörnsdóttir / Þórir frá Hólum 7,62