þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

ÍM 2010 100 metra skeið úrslit

28. ágúst 2010 kl. 12:36

ÍM 2010 100 metra skeið úrslit

Sigurður Sigurðarson og Drífa frá Hafsteinsstöðum hömpuðu Íslandsmeistaratitil í 100 metra skeiði sem var að ljúka hér á Sörlastöðum. Sigurður fór sprettinn á 7,83 sek. en fast á hæla hans fylgdi Þórarinn Eymundsson á Brag frá Bjarnastöðum á 7,85 sek. og Árni Björn Pálsson á Ás frá Hvoli kom þriðji á 7,87. Eins og sjá má var keppnin afar jöfn einungis 0,02 sek. sem skildu á milli hvers sætis fyrir sig.

 
100 m.skeið úrslit
 
1. Sigurður Sigurðarson og Drífa frá Hafsteinsstöðum   7,83 sek.
2. Þórarinn Eymundsson og Bragur frá Bjarnastöðum  7,85 sek.
3. Árni Björn Pálsson og Ás frá Hvoli  7,87 sek.
4. Sigurður Vignir Matthíasson og Prins frá Efri-Rauðalæk 7,97 sek.
5. Sveinn Ragnarsson og Storð frá Ytra-Dalsgerði 8,04 sek.