sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Icelandic Horseworld opnar 1. júní

26. maí 2013 kl. 17:34

Icelandic Horseworld opnar 1. júní

„Þann 1. Júní ætlum við að opna hjá okkur heimsóknarmiðstöð á Skeiðvöllum  fyrir erlenda og innlenda gesti sem hafa áhuga á að fræðast um íslenska hestinn.  Sýningin ber nafnið Icelandic HorseWorld – visitor center ( www.iceworld.is) og þar verður hægt að ganga um hesthúsið, skoða upplýsingar um hestinn, fræðast um Landmannafrétt og hvernig hesturinn er nýttur við smalamennsku,skoða járnsmiðju,  skoða sýningu með gömlum reiðtygjum og  videósýningar um hesta. Einnig verður hægt að skoða merar með nýfædd folöld,  fá að klappa og kemba og teymt undir börnum

 Nýtt kaffihús verður einnig opnað á staðnum þann 1. Júní þar sem verður í sumar boðið uppá gómsætt meðlæti og kaffi.

 Það mundi gleðja okkur mikið ef þið kæmust til okkar á þann 1. Júní milli kl 13 og 17, hlökkum til að sjá ykkur,“segir í tilkynningu frá Icelandic Horseworld