laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Icelandair samstarfsaðili "Hestahátíð í Reykjavík"

20. janúar 2011 kl. 11:56

Icelandair samstarfsaðili "Hestahátíð í Reykjavík"

Landssamband hestamannafélaga skrifaði nú á dögunum undir samstarfssamning við Icelandair fyrirtækið varðandi aðkomu þess að viðburðinum „Hestahátíð í Reykjavík“...

Icelandair group, sem hefur í áratugi verið leiðandi í flugi til og frá landinu ásamt því að bjóða uppá fjölbreytta og framúrskarandi hótelgistingu fyrir ferðamenn, mun verða einn af stærstu bakhjörlum viðburðarins. Landssamband hestamannafélaga þakkar Icelandair fyrir stuðninginn með von um farsælt samstarf.
Magnea Freyja Hjálmarsdóttir skrifaði undir samninginn fyrir hönd Icelandair og Gunnar Sturluson, varaformaður, fyrir hönd LH.