sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Iceland´s favourite horses

3. september 2010 kl. 14:38

Iceland´s favourite horses

Gefinn hefur verið út af Profilm DVD myndbandsdiskur á stafrænu formi um
íslenska hestinn. Diskurinn skiptist í 9 sjálfstæða kafla sem segja m.a.
annars frá sögu og uppruna hestsins ásamt helstu eiginleikum hans og
menningararfleið á greinargóðan hátt.
Icelands favorit
Handritavinna var unnin í samstarfi við Huldu G. Geirsdóttir starfsmanni
Félags hrossabænda
Hægt er að velja talsetningar við myndmálið á þremur tungumálum (ensku,
þýsku og íslensku) og allt myndefnið tekið upp í háskerpu (high-definition).
Iceland´s Favourite Horses er fjórði diskurinn sem Profilm gefur út undir
merkjum Iceland´s Favourite DVD raðarinnar á síðustu þremur árum.
Markmið útgáfunar er að kynna íslenska náttúru og menningu fyrir
útlendingum sem og Íslendingum á notendavænan og einfaldan hátt.
Mynddiskarnir eru seldir í vefverslun Eiðfaxa.is og á helstu ferðamannastöðum, bókabúðum og
hestavöruverslunum.