mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Icehorse 2010 í Berlín

10. desember 2009 kl. 10:36

Mynd: www.icehorse2010.de

Icehorse 2010 í Berlín

Icehorse 2010 verður haldið í Berlin 13.mars næstkomandi. Þetta er Evrópumót á ís, haldið í Horst-Dohm-Stadion, þar sem er 400 m skautahlaupsbraut en mótið fer fram á 250 m braut. Á mótið munu fremstu keppnisknapar Evrópu mæta. Má þar nefna Jóhann R. Skúlason, Rúnu Einarsdóttur-Zingsheim, Vicky og Begga Eggertsson, Uli og Irene Reber, Jolly Schrenk og fleiri og fleiri.

Þátttakendur þurfa að standast lágmörk sem finna má á heimasíðu mótsins, www.icehorse2010.de

Myndin er fengin að láni á www.icehorse2010.de