miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Icehorse 2010 í Berlín - úrslit og myndbönd-

15. mars 2010 kl. 13:43

Icehorse 2010 í Berlín - úrslit og myndbönd-

Evrópumeistaramótið á ís fór fram í Horst-Dohm-Eisstadion í Berlin um helgina. Þar var margt góðra hesta sem keppti í tölti, slaktaumatölti, fimmgangi, fjórgangi og flugskeiði fyrir framan um 3000 áhorfendur.

Aðalstyrktaraðilar mótsins var Top Reiter. Framkvæmdastjórnin var í höndum þess fólks sem að miklu leyti mun skipuleggja heimsmeistaramótið 2013 í Berlín.

Áhorfendur voru gríðarlega ánægðir með mótið, þrátt fyrir að rignt hefði og snjóað! Á sama máli voru sigursælustu knapar mótsins, þau Frauke Schenzel og Agnar Snorri Stefánsson sem hvort um sig hlaut þrenn verðlaun, gull, silfur og brons.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins og myndbönd frá samstarfsaðila Eiðfaxa í Þýskalandi, isibless.de.

Tölt
1. Karly Zingsheim - Dagur - 7,98 
7,8 - 7,8 - 8,5 - 8,0 - 7,8 = 7,98
2. Frauke Schenzel - Tigull vom Kronshof - 7,92 
7,8 - 7,7 - 8,2 - 7,7 - 8,2 = 7,92
3. Agnar Snorri Stefánsson - Mist van de Waaldijk - 7,62 
7,7 - 7,3 - 7,7 - 7,7 - 7,7 = 7,62

Slaktaumatölt

1. Agnar Snorri Stefánsson - Gaukur frá Kílhrauni - 8,00
8,5 - 7,5 - 8,3 - 7,7 - 8,0 = 8,00
2. Florian Lanz - Skörungur frá Eyrarbakka - 7,14
7,0 - 7,0 - 7,2 - 6,8 - 7,7 = 7,14
3. Vera Bothe - Stígandi frá Kópavogi - 6,90
7,0 - 6,4 - 7,2 - 6,7 - 7,2 = 6,90

Fjórgangur
1. Frauke Schenzel - Tigull vom Kronshof - 7,92
7,7 - 7,7 - 8,2 - 8,0 - 8,0 = 7,92
2. Agnar Snorri Stefánsson - Mist van de Waaldijk - 7,76
8,0 - 7,5 - 7,5 - 7,8 - 8,0 = 7,76
3. Uli Reber - Urður frá Gunnarsholti - 7,36
7,3 - 7,2 - 7,5 - 7,3 - 7,5 = 7,36

Fimmgangur
1. Sigurður Óskarsson - Meitill frá Kjarnholtum - 8,24 
8,0 - 8,2 - 8,7 - 8,0 - 8,3 = 8,24
2. Beggi Eggertsson - Gosi  frá Glóru - 7,66 
7,5 - 7,6 - 8,0 - 7,5 - 7,7 = 7,66
3. Frauke Schenzel - Fannar frá Kvistum - 7,38 
7,3 - 7,3 - 7,8 - 7,0 - 7,5 = 7,38

70 m flugskeið
1. Styrmir Árnason - Borgar frá Eyrarbakka - 6,07sec 
2. Jana Eiselt - Öðlingur frá Lindarholti - 6,21sec
3. Anne-Katrin Irmscher - Sómi frá Ásmundarstöðum - 6,52sec