föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Iben Andersen með sýnikennslu

10. október 2013 kl. 10:00

Iben hefur verið með námskeið fyrir norðan og mun halda sýnikennslu á sunnudaginn

Iben Andersen hefur verið að halda námskeið hér heima nú í vetur. Hún hélt eitt námskeið á Króki en hægt er að sjá smá myndband frá sýnikennslunni hennar hér. En nú er hún að halda námskeið fyrir norðan en fyrsti dagurinn var í gær og var fullt á námskeiðið.

Iben mun halda sýnikennslu í tengslum við námskeiðið en allir eru velkomnir á sýnikennsluna. Sýnikennslan verður á sunnudaginn, 13. október, kl. 16:00 á Gauksmýri. Sýnikennslan mun taka u.þ.b. 3 klst. Verð er 1.500 kr. og verður posi á staðnum.  

Aðferðir Iben hafa vakið talsverða athygli en þær byggja á þrennu:

  • Body control - Snýst um snertingu, hreyfingu og hljóð. Þú vilt ná að stjórna öllum fótum hestins. Þú vilt að þeir svari ákveðnum snertingum og þegar þeir gera eitthvað rétt umbunar þú þeim með því að hætta. Hljóðmerki er gott að kenna hestum og kenna þeim mismunandi hljóðmerki fyrir mismunandi hluti t.d. eitt hljóð sem þýðir að fara áfram annað hlóð sem þýðir að bakka. 
  • Attitude - Það er mikilvægt að læra inn á hegðun hestsins og viðhorf hans. Gott er að fá upp öll vandamálin strax í byrjun og leysa þau. Það gerir framhaldið mikið auðveldara. 
  • Mindset - Þú vilt að hesturinn átti sig sjálfur á því hvað sé rétta svarið. Hesturinn hefur val og það er undir honum komið hvort hann vilji slást við sig sjálfan eða fara auðveldu leiðina sem leiðir til umbunar og slökunar.