sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Í skjól fyrir jól

Jens Einarsson
7. desember 2010 kl. 14:50

Samhjálp hestamanna í Herði

Félagar í hestamannafélaginu í Herði í Mosfellsbæ liggja ekki á liði sínu við að hjálpa náunganum. Eins og kunnugt brann hálf hesthúslengja til grunna í eldsvoða í hesthúsahverfi Harðar í haust. Stjórn félagsins brást strax við og setti í  gang verkefni til hjálpar þeim sem urðu fyrir mestu tjóni. Verkefnið nefnist "Í SKJÓL FYRIR JÓL". Markmiðið er að Harðarfélagar leggist á eitt og hjálpist að við að endurbyggja hesthúsin og að eigendur þeirra geti tekið hrossin sín á hús fyrir jólin. Stofnaður hefur verið sérstakur söfnunarreikningur fyrir verkefnið. Sjá má frekari fréttir og upplýsingar um þetta göfuga verkefni á heimasíðu HARÐAR.