miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Í morgunljómanum er lagt af stað

21. júlí 2019 kl. 21:43

Mynd tekin í hestaferðinni Power of Creation með Íshestum

Hvað þarf að hafa í huga við upphaf hestaferðar?

 

Í gegnum tíðina hafa margir góðar greinarhöfundar, ljósmyndarar, blaðamenn og annað fagfólk starfað á Eiðfaxa. Ein af þeim sem starfaði hjá Eiðfaxa er Gígja Dögg Einarsdóttir. Hér er að finna nokkra punkta frá henni um hvað þarf að hafa í huga þegar lagt er af stað í hestaferð. Margir hestamenn eru nú á faralds-fæti um landið og því ekki úr vegi að rifja þessa stuttu og hnitmiðuðu grein upp.

 Í morgunljómanum er lagt af stað

Vel heppnuð hestaferð er oft talin vera hápunktur sumarsins hjá hestafólki. Tilhlökkunin um það að komast burtu frá amstri dagsins í faðm náttúrunnar í góðum félagskap bæði manna og hesta verður óbærileg  enda eru ferðlög af þessu tagi mikil upplifun.


Hestaferðir eru gífurlega vinsælar bæði á meðal íslendinga og ferðamanna. Eftir vetrarlanga þjálfun á misgóðum vetrardögum er fátt sem jafnast á við að stíga á bak góðum hesti og ríða inn í sólsetrið, ekki er það verra að komast langt frá byggðum.

Sumir segja að á ferðum sem þessum myndist viss strengur milli manns og hests. Einhver órjúfanleg tengsl, enda eru báðir þó miklar félagsverur þó þeir séu af sitthvoru kyninu.

 

„Þeir ferðamenn sem hingað koma til að fara í ferðir um víðáttur Íslands á íslenskum hesti eru hér til að ferðast með íslenska hestinum en ekki til að láta hann flytja sig frá einum stað til annars. Þannig myndast tengslin milli manns og hests.

Guðrún Helgadóttir -Íslenskir gestir í hestaleigum.

 

Undirbúningur

Ákveða þarf hvert á að fara, hvað á að verja löngum tíma í ferðina og dagleiðir með tilliti til gististaða.  Gott er að hafa samband við landeigendur og valda sem minnstum   óþægindum þegar farið er yfir eignarlönd. Ferðahestarnir þurfa að vera vel þjálfaðir og helst 3-4 hestar á mann.  Rétt er að deila brúkuninni niður á hestana eftir því sem hentar.  Gott er að vera búinn að járna hestana 10 - 15 dögum fyrir langferð.  Ekki er gott að vera með beisli upp í öllum ferðahestunum.  Ef hestar eru styggir er gott að hafa á þeim stallmúl. 

 

1.   Kanna nákvæmlega þá leið sem farin verður. Hæfileg dagleið eru 30-50 km

2.   Ákveða náttstaði og aðgæta aðstöðu fyrir menn og hross

3.   Vatn og hey þarf að vera til staðar það sem að hrossin komast ekki í gras

4.   Bílstjóri þarf að vera til staðar til að keyra farangur

5.   Taka með hlýjan fatnað.  Sundföt, regnföt og föðurland eru ómissandi.

6.   Rafmagnsgirðing eða nægilega langt band til að slá um hrossahópinn, nauðsynlegt er að hvíla bæði hross og menn, hafa hestaskipti og járna.

7.   Hnakktaska, Létt járningaráhöld, skeifur, græðandi smyrsl, t.d vaselín, því hestar vilja oft nuddast í munnvikunum eða særast á ferðalögum.

8.   Flugnanet

9.   Síma