þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Í hóp úrvalshrossa

odinn@eidfaxi.is
30. júní 2014 kl. 09:10

Álfhldur komst í gær í hóp 13 hrossa sem hlotið hafa 10,0 fyrir tölt.

Álfhildur hlaut í gær 10 fyrir tölt. Hér er stutt samantekt um þau hross sem hlotið hafa þá einkunn.

Í gær hlaut Álfhildur frá Syðri-Gegnishólum 10,0 fyrir tölt en þetta er þá annað hrossi sem hlýtur þessa einkunn í ár en alls hafa 13 hross hlotið þessa einkunn.

Það var fyrst árið 1994 sem að hross hlaut þessa einkunn en það ár hlutu tvö hross þessa einkunn þau Rauðhetta frá Kitkjubæ og Mjölnir frá Sandhólaferju. Árið 1996 hlaut Víkingur frá Voðmúlastöðum þessa einkunn en það var svo ekki fyrr en fimm árum seinna sem þessi einkunn var gefin næst og þá í fyrsta sinn hlaut hross fætt utan Íslands þessa einkunn en það var Thyrla frá Lilla Årnebo.

Þessi einkunn hefur þar til nú ekki fallið frá árinu 2011 þegar Díva frá Álfhólum og Alfa frá Blesastöðum fengur þessa einkunn.

Þetta er sannarlega þröngur hópur úrvalshrossa sem hefur hlotið þessa einkunn en ólíkt stærðfræði þá er skilgreining á 10,0 í búrfjárdómum sú að þessa einkunn fá þeir gripir sem talið er að séu bestir í stofninum á hverjum tíma. Því getur skilgreiningin á 10,0 verið önnur í dag en hún var fyrir tíu árum síðan.

Eftirfarandi er listi yfir þau hross sem hlotið hafa 10,0 fyrir tölt:

 • Rauðhetta frá Kirkjubæ (1994) IS 8.81
 • Mjölnir frá Sandhólaferju (1994) IS 8.16
 • Víkingur frá Voðmúlastöðum (1996) IS     8.35
 • Thyrla frá Lilla Årnebo (2001) SE  8.47
 • Hekla frá Heiði (2002) IS 8.48
 • List frá Vakurstöðum (2006) IS 8.44
 • Hátíð frá Úlfsstöðum (2006) IS 8.38
 • Kormákur frá Lipperthof (2007) NL 8.19
 • Garri frá Reykjavík (2007) DK 8.57
 • Díva frá Álfhólum (2011) IS 8.33
 • Alfa frá Blesastöðum 1A (2011) IS 8.19
 • Arion frá Eystra-Fróðholti (2014) IS 8.91
 • Álfhildur frá Syðri-Gegnishólum (2014) IS 8.48