miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Í fótspor móður sinnar

24. desember 2014 kl. 12:00

Ferð Önnu Kristínar Hauksdóttur getur svo sannarlega orðið hvatning fyrir alla sem vilja láta drauma sína rætast. Hér er hún í upphaf ferðar með þremur vinum sínum sem fylgdu henni um hálendi Íslands. Mynd/Steinunn Guðbjörnsdóttir

Anna Kristín Hauksdóttir fór þvert yfir Ísland og aftur til baka á 32 dögum í sumar.

,,Við lögðum af stað mánudaginn 22. júní um miðaftan og riðum sem leið liggur niður Reykholtsdal, yfir Hvítá, yfir Veggjaháls, yfir Þverá og Grjótháls og yfir Norðurá á vaði. Hún var vel í kvið. Við komum að Hóli og fengum fylgd yfir ána. Á þessum bæ sögðu allir „sæll“ við okkur. Við höfðum 5 hesta, tjald, legupoka, nesti og nýja skó. Við vorum 4½ tíma upp að Hvammi. Þar hittum við Sverri bónda og fengum leyfi til að tjalda og beita hestunum þar niðri á eyrunum. Veður var ekki bjart, en hlýtt. Það var logn, en stundum andvari á vestan.“

Á þessum orðum hefst Dagbók Valgerðar Einarsdóttur í ferð hennar og Ástríðar Jósepsdóttur frá Signýjarstöðum í Borgarfirði sumarið 1925 um Ísland. Vinkonurnar sem voru þá rétt skriðnar yfir tvítugt, riðu Ísland endilangt og til baka á 42 dögum. Ferðin var viðburðarík, þar fengu vinkonurnar að finna fyrir náttúruöflunum í sínum fjölbreyttustu myndum og skráði Valgerður ævintýralega daga þeirra samviskusamlega. Dagbókin birtist í Kaupfélagriti Borgfirðinga árið 1990 og er skemmtileg lesning. Tæpum níutíu árum síðar fetaði dóttir Ástríðar í spor þeirra vinkvenna.

Anna Kristín Hauksdóttir, dóttir Ástríðar, segir frá ferð sinni um Ísland í 12. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.