miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvinur frá Vorsabæ til sölu

24. janúar 2011 kl. 14:39

Hvinur frá Vorsabæ er með hæst dæmdu klárhestum.

Stikkorð

faxprúður  • Hvinur  • jarpur  • Vorsbær

Með hæst dæmdu klárhestum

Stóðhesturinn Hvinur frá Vorsabæ er til sölu og er í þjálfun og sölumeðferð á Árbakka í Landssveit. Hvinur er jarpur 9 vetra, undan Garra frá Reykjavík og Fjöður frá Vorsabæ 1, sem á hinn mikla og rúma klárhest Fáfni frá Laugarvatni að afa. Hann er klárhestur með 9,0 fyrir tölt og fegurð, og 9,5 fyrir brokk. Fyrir kosti 8,63.  Hann er með 8,23 fyrir sköpulag, þar af 10 fyrir prúðleika. Hvinur var hæst dæmdi fimm vetra stóðhestur landsins 2006. Hann varð samt sem áður ekki tískustóðhestur og á ekki nema 55 skráð afkvæmi. Aðeins eitt er komið í dóm með 7,58 fjögra vetra klárhryssa. Hvinur er á besta aldri, 9 vetra, og því girnilegur keppnishestur hvað varðar gangtegundir og útlit.