miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvinur frá Holtsmúla í Norska landsliðinu -

12. júlí 2010 kl. 11:34

Hvinur frá Holtsmúla í Norska landsliðinu -

Norska meistaramótið í var haldið um helgina í Vestnes i Noregi og heppnaðist prýðilega en á mótinu var um leið valið landslið Noregs sem keppir á Norðurlandamótinu í Finnlandi seinna í sumar.

Í tölti varð hlutskörpust Gry Hagelund með Hrynjanda frá Fagereng og hlaut 8,00 í einkunn í úrslitum. Í fjórgangi var það Agnes Helga Helgadóttir sem sigraði á Gná frá Jacobsgarden með 7,43  en Gry og Hrynjandi voru í öðru sæti.

Fimmganginn vann svo Camilla Mood Havig með Herjann frá Lian. Ungmennaflokkurinn var ekki síður sterkur en þar var það enginn annar en Hvinur frá Holtsmúla sem var efstur í tölti í þeim flokki en knapi á honum er Elise Lundhaug.

 

Norska landsliðið var tilkynnt á laugardagskvöldið og má þar sjá ýmis þekkt nöfn í bland við nýja kandítata. 

Nils Christian Larsen mætir með Rey frá Dalbæ þann sem hann reið til úrslita á síðasta HM, Camilla Mood Havig er með Herjan frá Lian sem er einnig HM hestur frá í fyrra. Stian Petersen er með nýjan hest sem heitir Léttir frá Hellesylt og verður spennandi að sjá hvað hann gerir með þennan nýja hest.

En það eru fleiri stjörnur því Hvinur frá Holtsmúla verður fulltrúi norska liðsins ásamt knapa sínum Elise Lundhaug sem keppa í ungmennaflokki og B-Moll frá Vindási sá sem Þorvaldur Árni var með á síðasta HM er einnig í norska liðinu en knapi á honum er Mari Soot Kristiansen. Það er greinilegt að norska liðið er til alls líklegt á Norðurlandamótinu. -hg

 

Landslið Noregs er skipað eftirtöldum knöpum og hestum:

Ungmenni

Guro Espeland - Zorro fra Grimssstôdum

Oda Ugland - Harekur fra Vindasi

Alexandra Jonassen - Raukur fra Austre

Elise Lundhaug - Hvinur fra Holtsmula

Cassandra Westlie - Erpur fra Brenno

Stine Helene Sørvåg - Ljosvaki fra Akureyri

Liv Runa Sigtryggsdottir - Svadilfari fra Bergkåsa

Thomas Larsen - Harry fra Stugudal (egen reserve Glettingur fra Krøigaard)

Til vara

Tonje Iren Keiserås - Heljar fra Kambi

Melinda Majer Ommundsen - Ari fra Ågreneset

Fullorðnir

Nils Christian Larsen - Reyr fra Dalbæ

Anne Stine Haugen - Kveikur fra Lian

Mari Soot Kristiansen - B-Moll fra Vindasi

Gry Hagelund - Hrynjandi fra Fagereng

Anine Lundh - Magni fra Stangarholti

An-Magritt Morset - Hvatur fra Hvitanesi

Agnes Helga Helgadottir - Gna fra Jakobsgården

Tina Kalmo Pedersen - Hrefna fra Ebru

Camilla Mood Havig - Herjann fra Lian

Stian Pedersen - Lettir fra Hellesylt

Anette Øverås - Brjann fa Stora Asi

Martin Rønnestad - Tigull fra Skaney

Hanne Smidesang - Vøkull fra Kopavogi

Tom Espen Venås - Tvistur fra Brædratungu

Til vara

Anita Nielsen - Valtyr fra Kirkjuæ