þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvetja fagráð að hafa kynbótasýningu í Víðidal

2. mars 2012 kl. 15:05

Hvetja fagráð að hafa kynbótasýningu í Víðidal

Lagður verður fram undirskriftarlisti tæplega 350 kynbótaknapa  og kynbótahrossaeigenda sem skora á fagráð í hrossarækt að endurskoða þá ákvörðun að hafa ekki kynbótasýningu á félagssvæði Fáks í vor.

Í greinagerð sem fylgir undirskriftarlistanum kemur fram að þeim þyki mikilvægt að hafa kynbótasýningar sem næst sýnendum og þá jafnframt að þeir hafi val um þar hvar þeir vilji sýna hross án þess að þurfa að keyra langar leiðir á sýningarstað. Sýningar á félagssvæði Fáks hafi gengið vel undanfarin ár, knöpum hugnist sýningarbrautin í Reykjavík, upphitunaraðstaða sé góð og sýningar hafi verið vel sóttar af áhorfendum.

Undirskriftarlistin verður lagður fram á fundi um hrossarækt og hestamennsku sem haldin verður í félagsheimili Fáks í Víðidal nk. mánudag, en þar verður Kristinn Guðnason formaður fagráðs einn frummælenda auk Guðlaugs Antonssonar landbúnaðarráðunautar sem einnig á sæti í ráðinu.