mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvers vegna voru þau tilnefnd

Jens Einarsson
19. nóvember 2009 kl. 11:52

Sautján ræktunarbú í Úttekt H&H

Í nýútkomnu tölublaði af Hestar og hestamenn er skoðað hvað stendur á bak við tilnefningar þeirra sautján ræktunarbúa sem tilnefnd voru til verðlaunanna Ræktunarbú ársins að þessu sinni. Jens Einarsson segir þar meðal annars í inngangi:

„Allmargir ræktendur stunda sína hrossarækt sem áhugamál, en ekki sem búskap og atvinnu. Sýna fá hross á ári. Slík bú ættu enga möguleika á titlinum ef fjöldi sýndra hrossa vægi þyngst. Jafnvel þótt allir gripirnir hjá litla ræktandanum, kannski þrír til fimm, væru framúrskarandi. Í framhaldi af því kemur hins vegar upp spurning um hvort greina eigi á milli alvöru ræktunarbúa og tómstundabúa. Hestamennskan og hrossaræktin er margslungin og ekki alltaf gott að greina á milli hvað er áhugamál og hvað er „business“. Árangur stóru búanna, til dæmis Fets og Auðsholtshjáleigu, er frábær, bæði að magni og gæðum. Og í raun spurning hvort ekki sé verið að bera saman epli og appelsínur þegar öll búin er vegin í sömu skál eins og nú er gert. “

Hægt er að kaupa áskrift með því að hringja í síma: 511-6622