fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvernig fara meistararnir að?

1. mars 2014 kl. 14:00

Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum II.

Listin að tölta við slakan taum í 2. tölublaði Eiðfaxa.

Að læra þá list að beita hestinn með sem minnstum kröftum og þó sækjast eftir góðum burði og glæsileika er ekki eins auðvelt og það sýnist. Það krefst mikillar tækni af hálfu reiðmannsins og þess að hafa vel undirbúinn hest. Slaktaumatölt nýtur með hverju ári aukinna vinsælda sem keppnisgrein og er ein af fáum greinum þar sem hestar koma nánast alltaf áverkalausir út úr keppni.

Í 2. tölublaði Eiðfaxa má nálgast grein um slaktaumatölt sem byggð er á lokaverkefni tveggja reiðkennara, Vigdísar Matthíasdóttur og Hennu Jóhönnu Sirén. Í verkefninu tóku þær viðtal við fjóra knapa sem öll hafa átt góðu gengi að fagna í slaktaumatölti.

Hér er brot úr greininni:

Hvernig er slaki taumurinn framkvæmdur?

Jakob Svavar Sigurðsson: ,,,Ég byrja þannig að þegar maður er kominn með hestinn mjög lausan, hægt er að ímynda sér að maður gæti sleppt taumnum án þess að gera það. Þá er taumsambandið svo létt að maður heldur einungis á þunga taumsins uppi– og taumsambandið orðið eins og maður vill hafa það. Þegar maður er að reyna að ná þessu fram mega kröfurnar ekki að vera alltof miklar. Það má ekki safna endalaust mikið og ætlast svo til að geta riðið langan kafla við slakan taum þannig að hesturinn geti haldið á sér. Hesturinn getur gengið mikið safnaður við slakan taum stutt í einu en ef það þarf að ríða lengri kafla getur knapinn ekki ætlast til að hesturinn haldi söfnunarstigi út langa vegalengd í einu.”

Greinina má nálgast í 2. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.