sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvernig á að dæma reiðmennsku?-

27. mars 2012 kl. 11:40

Hvernig á að dæma reiðmennsku?-

Alþjóðleg ráðstefna íþróttadómara verður haldin hér á landi dagana 13.-14. apríl næstkomandi.

Þema ráðstefnunnar hverfist utan um yfirlýst markmið alþjóðasamtakana um að tileinka keppnisárinu 2012 fyrirmyndar reiðmennsku. Búast má við að ráðstefnan verði stefnumarkandi fyrir þróun dómaramála, því þar verður farið ofan í siðfræði og siðareglur dómara, Sigríðu Björnsdóttir kynnir skýrslu um munnáverka , Gunnar Reynisson verður með kynningu á hreyfigreiningu gangtegunda.

Bent Rune Skulevold mun hafa umsjón með verklega þætti ráðstefnunnar, en þá mun sjónum vera beint að því hvernig meta eigi gæði reiðmennsku og munu knaparnir Stian Pedersen, Eyjólfur Þorsteinsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir vera honum til halds og trausts.

Ráðstefnan fer fram í félagsheimili Harðar í Mosfellsbæ.  Að henni stendur FEIF í samstarfi við LH og er hún opin fyrir alla alþjóðlega íþróttadómara FEIF og innlenda íþróttadómara.