sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hverjir verða fyrir valinu ?

9. janúar 2015 kl. 15:00

Helga Una Björnsdóttir, Hulda Gústafsdóttir, Hekla Katharína Kristinsdóttir og Helga Una Björndsóttir

Knapatilnefningar á Uppskeruhátíðinni.

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin á morgun en venjan er að veita knöpum viðurkenningu fyrir árangur þeirra á árinu. Hér er hægt að sjá hverjir voru tilnefndir en Eiðfaxi fór á stúfana og spurði nokkra bráðmyndarlega knapa út í tilnefningarnar og hverja þeir töldu að yrðu fyrir valinu. 

Helga Una Björnsdóttir

Kynbótaknapi: Ég held það verði Agnar eða Árni Björn.  Þeir stóður sig báðir mjög vel á árinu.

Skeiðknapi: Ég held með Vigdísi.

Íþróttaknapi: Ég held með Hauki en ég er ekki alveg viss um hver verður valin. Mér finnst Árni Björn vera líklegastur.

Gæðingaknapi: Þórarinn Ragnarsson

Efnilegasti knapinn: Gústaf Ásgeir. Hann er búin að standa sig þvílíkt vel í ár. Reyndar hafa þau öll staðið sig vel en mér finnst Gústaf standa upp úr, með Landsmótssigur o.fl

Knapi ársins: Held ég að verði Árni Björn.

 

Hulda Gústafsdóttir

Kynbótaknapi:  Ég skýt á Agnar. Hann sýndi mikið af unghrossum sem stóðu sig vel og voru vel sýnd hjá honum. Einnig setti hann heimsmet.  

Skeiðknapi: Svolítið óviss með þetta. Bjarni sló met tvisvar í ár og Teitur var með mjög breiðan árangur ásamt því að slá met. Ég held að valið verði að milli þeirra tveggja.

Íþróttaknapi: Árni björn. Hann var með glæsilegar sýningar í tölti, fleiri en eina. Stóð sig líka vel í öðrum greinum var t.d. þriðji í fimmgangi á Íslandsmótinu.

Gæðingaknapi: Ég veit það ekki, mér finnst alltaf svolítið erfitt með að segja um þetta. Þetta er svo fá mót sem eru haldin svo mér finnst erfitt að pikka einhvern einn út. Þórarinn stendur sig gífurlega vel. Mér finnst Steini líka flottur með þrjú Geislabörn í úrslitum og var með breiðan árangur þó hann vinni engan titil. Siggi var flottur í B flokknum. Ég er pínu áttavillt með þennan flokk, erfiður flokkur.

Efnilegasti knapinn: Þetta eru allt flottir krakkar. Málið er mér of tengt til þess að ég fari að velja einn út. (Sonur Huldu er tilnefndur sem efnilegasti knapinn).

Knapi ársins: Ég held það verði Árni Björn líka. Finnst enginn einn beint afgerandi en myndi skjóta á Árna Björn. Hann er að gera góða hluti bæði í kynbótadómum og í keppni.

 

Edda Rún Ragnarsdóttir

Kynbótaknapi:  Daníel Jónsson. Hann er með rosa flottan árangur sem ekki verður leikið eftir.

Skeiðknapi:  Ég held með Vigdísi, ekki spurning! Hún er flottust og held líka að þetta sé í fyrsta sinn sem kona er tilnefnd. En ég held samt að Bjarni verði valinn, hann setti heimsmet í sumar.

Íþróttaknapi: Ég held með Hauki Baldvins. Hann er að koma ár eftir ár með hestinn sinn, Fal, og er að ná yfir 8.0 í einkunn í þessari erfiðu grein en ég tel gæðingaskeiðið vera eitt það erfiðasta sem þú keppir í. Þó ég vil að Haukur verði fyrir valinu held ég samt að það verði Árni Björn. Hann er með ótrúlega flottan árangur á árinu og er komin á ákveðinn stall.

Gæðingaknapi: Ég ætla að segja Þórarinn. Vegna þess að ég er skeiðsjúk og finnst A flokkurinn alltaf vera hápunktur. Þeir voru frábærir í Spretti í vor og kláruðu þetta með sóma.

Efnilegasti knapinn: Það þarf ekkert að ræða það neitt það er Gústaf Ásgeir Hinriksson.

Knapi ársins: Þetta er erfitt val, mér finnst þeir allir vera vel að þessu komnir. Þetta er erfið spurning og get ég eiginlega ekki valið, allir flottir.

 

Hekla Katharina Kristinsdóttir

Kynbótaknapi: Í mínum augum er þetta Olil Amble eða Árni Björn. Árni Björn var mjög öflugur á árinu með mikið af hrossum og sýndi alltaf fallega reiðmennsku. Olil átti svakalega eftirminnilega sýningu á merinni, Álfhildi en hún stendur upp úr hjá mér. 

Skeiðknapi: Allir með mjög góðan árangur á árinu. Ég myndi halda að það væri á milli Teits og Bjarna. Báðir með frábæran árangur svo það er erfitt að velja á milli.

Íþróttaknapi:  Árni Björn klárlega, ótrúlegar sýningar á Stormi í sumar. 

Gæðingaknapi: Það er annað hvort Þórarinn og Sigurður. Þórarinn fyrir frábæran árangur á Landsmóti í A flokki. Vinnur þessi svakalega sterku A úrslit með frábærri reiðmennsku. Siggi er alltaf mjög öflugur í gæðingakeppninni og vann B flokkinn á Loka.

Efnilegasti knapinn:  Ætli það sé ekki Gústaf.

Knapi ársins: Þetta er erfitt en eftir langa umhugsun myndi ég halda að það verði Árni Björn. Búin að vera öflugur í kynbótasýningum og í keppni.