miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hver verður Sleipnisbikarshafi?

3. október 2019 kl. 12:01

Kvistur frá Skagaströnd hlaut 1.verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti 2014 og mun, ef ekkert breytist, hljóta heiðursverðlaun á Landsmóti árið 2020

Hvaða hestar hljóta heiðursverðlauna fyrir afkvæmi á næsta ári

 

 

Á næsta ári er Landsmóts ár og því er vert að spá í það hvaða stóðhestar eru líklegir til þess að hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Til þess að hljóta heiðursverðlaun þarf hesturinn að vera með 118 stig í aðaleinkunn kynbótamats og a.m.k. 50 dæmd afkvæmi. Þá þurfa hestarnir einnig að vera á lífi og staðsettir á Íslandi.

Listinn er birtur með fyrirvara um mannleg mistök og að einhverjir stóðhestar hafi gleymst við rannsóknarvinnuna. Á listanum má sjá fjölda sýndra afkvæma, fjölda ósýndra afkvæma sem fædd eru 2016 og eldri og að lokum aðaleinkunn kynbótamats eins og það stendur í dag.

Nokkrir hestar á listanum eiga nú þegar orðið nægilegan fjölda sýndra afkvæma en eru og lágir í kynbótamatinu. Oftar en ekki er um klárhesta að ræða sem eiga erfiðara um vik þar sem þeir eru ekki að skila afkvæmum í stórum stíl með skeiðgetu og lækka þ.a.l. í kynbótamatinu. Þessir hestar eru t.d. Eldjárn frá Tjaldhólum, Kjarni frá Þjóðólfshaga, Krákur frá Blesastöðum og Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum.

Eins og staðan er núna hefur Kvistur frá Skagaströnd náð þeim lágmörkum sem þarf til að hljóta heiðursverðlaun. Aðrir hestar eiga stutt í land miðað við fjölda sýndra afkvæma og kynbótamat. Má því til stuðnins nefna Blæ frá Torfunesi, Kjerúlf frá Kollaleiru og Óskasteinn frá Íbishóli.

Hér fyrir neðan má sjá listann en á hann gæti vantað einhverja hesta sem líklegir eru, ábendingar má senda á eidfaxi@eidfaxi.is

 

 

 

Nafn

fj.afkv.með fullnaðardóm

Ósýnd afkvæmi

Kynbótamat

Blær frá Torfunesi

46

248

122

Eldjárn frá Tjaldhólum

50

391

113

Eldur frá Torfunesi

28

171

122

Forseti frá Vorsabæ

47

277

115

Hákon frá Ragnheiðarstöðum

16

117

126

Hrannar frá Flugumýri

31

190

123

Jarl frá Árbæjarhjáleigu

24

109

123

Kjarni frá Þjóðólfshaga

59

333

113

Kjerúlf frá Kollaleiru

40

210

118

Krákur frá Blesastöðum

154

503

112

Kvistur frá Skagaströnd

53

285

121

Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði

23

175

120

Óskasteinn frá Íbishóli

45

234

125

Seiður frá Flugumýri

27

138

117

Sjóður frá Kirkjubæ

25

152

122

Smári frá Skagaströnd

110

398

116

Skýr frá Skálakoti

Sólon frá Skáney

30

49

151

273

132

118

Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum

122

413

113

Trymbill frá Stóra-Ási

22

156

124

Þytur frá Neðra-Seli

35

208

114