sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hver verður fyrstur til að verða Norðurlandameistari í Gæðingakeppni ?

29. júlí 2013 kl. 19:42

Mótið verður haldið 13. - 15. september í Biri í Noregi .

Norðurlandamót í gæðingakeppni verður haldið 13. - 15. september í Biri í Noregi. LH mun taka við umsóknum frá áhugasömum keppendum á netfangið lh@lhhestar.is en hvert land má senda 10 fullorðna í A og B flokk, 8 ungmenni og 6 unglinga en einnig verður keppt í skeiði, 100m flugskiði, 150m og 250m. skeiði. 

Bæði Svíþjóð og Danmörk eru byrjuð að skipa í sín lið og munu Norðmenn nota gæðingakeppni sem verður haldi í Osló í ágúst sem úrtökumót fyrir sína keppendur. 

Hestamannafélagið í Hamar, Sleipnir er aðal driffjöðurinn á bak við þetta mót ásamt öðrum hestamannafélögum. Með þessu móti eru norðmenn að halda upp á að 20 ár eru liðin frá því að fyrsta gæðingakeppnin var haldin í Noregi. 

Mikill metnaður er í Norðmönnum um að auka hróður gæðingakeppninar en mikið hefur verið talað um það hér heima að efla þurfi gæðingakeppni erlendis. Norðmenn leggja hart að sér að undirbúa mótið og verður það eflaust með þeim flottustu sem haldin eru í Noregi en m.a. eru þeir í viðræðum við norska sjónvarpið um umfjöllun og einnig er stefnt að því að hafa vegleg peningaverðlaun fyrir efstu sætin. 

Mótssvæðið í Biri er mjög glæsilegt, 300 metra hringvöllur og skeiðbraut, risaskjáir og góðir upphitunarvellir, góð hesthús og góð aðstaða fyrir áhorfendur.
Undanfarin ár hefur oft heyrst að við þurfum að efla gæðingakeppnina erlendis og erum við Norðmönnum mjög þakklátir fyrir að vinna svona vel að þessum málum og vonum við að við getum sent glæsilega fulltrúa frá Íslandi.