sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hver er sinnar gæfu smiður

23. janúar 2015 kl. 10:07

Hekla Katharína og Hringur frá Skarði

Sýnikennsla í sörla.

Hekla Katharína, reiðkennari, tamningamaður og fyrrverandi heims-meistari í fjórgangi ungmenna verður með sýnikennslu í reiðhöll Sörla þann 28.janúar klukkan 20, að er fram kemur í tilkynningu frá hestamannafélaginu Sörla.

"Hekla kemur til okkar með hesta sem hún er að undirbúa fyrir komandi keppnis-og sýningatímabil. Ólík hross með ólíkar áherslur. Hverjar eru þessar áherslur? Hvernig getur viðhorf okkar til hestsins hjálpað okkur? Hver eru markmið okkar með þjálfun hans?

Þessum spurningum og fleirum verður svarað ásamt því að áhorfendur fá tækifæri til að fá svör við þeim spurningum sem á þeim brenna.

Aðgangseyrir: 1500kr; posi á staðnum og kaffi og með því selt í hléi."