laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hver er fegurðin í því?

30. maí 2014 kl. 16:58

Í túninu heima: Einar og Svanhvít ásamt höfðingjunum Glóðafeyki og Oddi frá Selfossi.

Halakotshjónin vilja endurskoða öfgafótaburð

Heiðurshjónin Einar Öder Magnússon og Svanhvít Kristjánsdóttir í Halakoti eru í viðtali í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Áskrifendur geta nú nálgast skoðað blaðið á tölvutæku formið með því að smella hér. Blaðið mun svo berast þeim eftir helgi. Hér er brot úr viðtalinu:

Svanhvít hugnast ekki aukin áhersla á öfgafótaburð í keppni og sýningum. „Flottur hestur er sá sem snertir við þér. Ég er ekki alin upp við að láta horfa á mig, heldur að hafa tilfinningu fyrir því að ég sé á góðum hesti. Í dag virðist mat fólks byggja á því sem augað sér. En margir kunna ekki að greina á milli fjaðurmagns og stirðleika. Ég held því fram að fólk geti ekki séð, nema hafa upplifað.“

Einar er sama sinnis og segir nauðsynlegt að endurskoða álit á öfgafótaburði. „Það má ekki skilja sem svo að ég sé á móti fótaburði. En við viljum ekki gera sömu mistök og gert hefur verið með Tennessee Walker og Saddlebred-kynin í Bandaríkjunum. Það er til náttúrulögmál, eðlisfræði. Þegar farið er að biðja um svona ofboðslega miklar hreyfingar spyr ég mig hvort þetta sé gott fyrir hestinn. Hver er fegurðin í því? Ég hef að minnsta kosti minni áhuga á að horfa á þetta.“

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.