laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hver er áhugamaður?

Óðinn Örn Jóhannsson
2. mars 2018 kl. 08:43

Keppendur í a-úrslitum í flokki áhugamanna

Talsverð umræða er um skilgreininguna á því hver telst áhugamaður og hver er atvinnumaður þegar kemur að keppni í hestaíþróttum.

Í 2.tölublaði Eiðfaxa sem nú er kominn í dreifingu en grein um áhugamennsku í keppni hér á landi. Þar er velt upp spurningunni hver er áhugamaður og hver skal skilgreindur sem atvinnumaður.

Hér fyrir neðan er stutt brot úr greininni:

Lélegur atvinnumaður er ekki áhugamaður

Flestir sem blaðamaður hefur rætt við telja alla þá sem hafa laun eða tekjur af hestamennsku atvinnumenn hvort sem sá teljist beint atvinnumaður í keppni. Nefna menn sölumenn hrossa, tamningamenn sem að mestu leyti temja unghross eða tryppi en einnig þá sem starfa á tamningastöðvum landsins. Viðmælandi blaðsins sagði það vera einfalt í sínum huga..................

Dæmi eru um að „semipro“ knapar hafa fengið lánaða keppnishesta í fremstu röð og þá jafnvel keppnishesta sem eru í keppni í meistaradeild atvinnumanna eða verið fyrrum íslandsmeistarar. Reyndar hafa keppnir eins og Íslandsmót áhugamanna sett sér reglur hvað varðar hestakost en þar er tekið fram að.................