þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvar verður Landsmót 2016?

26. október 2011 kl. 10:47

Hvar verður Landsmót 2016?

Landssamband hestamannafélaga auglýsir eftir umsóknum vegna Landsmóts 2016.

Umsókn skal fylgja greinargerð, teikningar af viðkomandi svæði og stutt lýsing á staðarháttum.
 
Umsækjendum er bent á að kynna sér vel lög og reglugerðir LH er varða undirbúning og framkvæmd landsmóta sem finna má á heimasíðu LH, www.lhhestar.is
 
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sín svæði fram, skulu ásamt fulltrúum viðkomandi sveitastjórnar mæta til að kynna sitt svæði og þá möguleika sem það býður uppá fyrir Landsmót 2016 á skrifstofu LH.
 
Frestur til að kynna og leggja fram umsókn rennur út 30. nóvember 2011.
 
Allar frekari upplýsingar má fá á skrifstofutíma í síma 514-4030 hjá Oddrúnu Ýr Sigurðardóttur.
 
Auglýsing í pdf formi - smellið hér
 
Landssamband hestamannafélaga