miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvar eru kvendómararnir?

30. júní 2012 kl. 13:01

Hvar eru kvendómararnir?

Mótsgestir hafa tekið eftir því hve lítið ber á konum í röðum dómara á hátíðinni í ár.

Aðeins ein kona dæmir á landsmóti 2012, Hulda G. Geirsdóttir dæmdi töltið og er það vel. Hvort sem litið er á lista yfir dómara í gæðingakeppni, tölti eða kynbótadómara eru karldómarar hins vegar allsráðandi. Hlutfall kynjanna innan dómarafélaga er nokkuð ójafnt, svo virðist sem konur sæki síður í að sinna störfunum. Þrjár konur eru skráðar sem alþjóðlegir gæðingadómarar, fleiri konur eru skráðir sem alþjóðlegir dómarar í íþróttadómarafélaginu og þónokkrar hafa í vor dæmt í kynbótasýningum.
 
Að sögn Guðlaugar Antonssonar voru 10 manns að vinna við kynbótadóma á landsmóti í ár, 5 karlar og 5 konur. Hins vegar voru kynbótadómarar á landsmóti í ár þeir dómarar sem voru formenn dómnefndar á kynbótasýningum í vor, þeir voru allir karlar.