laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvaleyrarvatn open

28. febrúar 2014 kl. 10:00

Hvaleyrarvatn Mynd:gonguleidir.is

Breytt dagsetning.

Vegna fjölda áskoranna hefur mótanefnd Sörla ákveðið að fresta mótinu "Hvaleyrarvatn open" um einn dag. Það verður því haldið sunnudaginn 2. mars kl. 13. 
Hlökkum við til að sjá sem flesta á ísnum.  Grillaðar pylsur verða seldar á vægu verði ásamt drykkjum.

Flokkar í boði: 
+ karlaflokkur, 
+ kvennaflokkur, 
+ opinn flokkur 

Skráningar berist á netfangið motanefndsorla@gmail.com. Eftirtalið þarf að koma fram: 

+ Flokkur,
+ Nafn og kennitala knapa, 
+ Nafn, uppruni og litur hests. 
+ Hestamannafélag sem knapi/hestur keppa fyrir

Einnig er hægt að skrá sig í síma 821-4493, 694-9885 og 824- 2623 frá kl. 18 - 21 á morgun og kl. 10 - 12 á laugardag.

Skráningu lýkur kl. 11 þann 2. mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.

Skráningargjald er 2.500 kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 0135– 26 – 002871, 
kt. 640269-6509. Sendið kvittun á motanefndsorla@gmail.com

Keppnisnúmer eru afhent í dómpalli milli kl. 11 og 12 á sunnudag. 

Peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.

Athugið: Engin ábyrgð er tekin á knöpum né hestum á vatninu.

Mótanefndin áskilur sér rétt til að fresta mótinu með stuttum fyrirvara ef aðstæður breytast. Því er mikilvægt að fylgjast vel með auglýsingum frá mótanefnd á heimasíðu og fésbókarsíðum Sörla.