laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvaleyrarvatn open

27. febrúar 2014 kl. 09:54

Hestamannafélagið Sörli

Peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin

Hvaleyrarvatn open verður 1. mars

Næsta laugardag heldur mótanefnd Sörla ísmót á Hvaleyrarvatni. Hefst mótið stundvíslega kl. 16. 

Ísinn er góður, veðurútlit gott sem og færið. 

Flokkar í boði: 
+ karlaflokkur, 
+ kvennaflokkur, 
+ opinn flokkur 

Skráningar berist á netfangið motanefndsorla@gmail.com. Eftirtalið þarf að koma fram: 
+ Flokkur,
+ Nafn og kennitala knapa, 
+ Nafn, uppruni og litur hests. 
+ Hestamannafélag sem knapi/hestur keppa fyrir

Einnig er hægt að skrá sig í síma 821-4493, 694-9885 og 
824- 2623 frá kl. 18 - 21 í dag og á morgun og kl. 10 - 12 á laugardag. 

Skráningu lýkur kl. 12 þann 1. mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.

Skráningargjald er 2.500 kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 0135– 26 – 002871, kt. 640269-6509. Sendið kvittun á motanefndsorla@gmail.com

Keppnisnúmer eru afhent í dómpalli milli kl. 11 og 12 á laugardaginn. 

Peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.

Athugið: Engin ábyrgð er tekin á knöpum né hestum á vatninu.

Mótanefndin áskilur sér rétt til að fresta mótinu með stuttum fyrirvara ef aðstæður breytast. Því er mikilvægt að fylgjast vel með auglýsingum frá mótanefnd á heimasíðu og fésbókarsíðum Sörla.