föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvaða þrjá knapa og hesta tækir þú með þér á HM?

28. júní 2019 kl. 16:30

Stemning á HM 2013 Berlín - íslenski fáninn

Hestamenn spurðir út í þeirra landsliðsval

 

Margt er nú ritað og rætt á kaffistofum hestamanna um hugsanlegt val á landsliði Íslands fyrir heimsmeistaramótið í Berlín. Nú er íslandsmótið framundan og eftir það, nánar tiltekið miðvikudaginn 10.júlí, verður endanlegur landsliðshópur íslands gerður opinber.

Eiðfaxi sló á þráðinn og fékk álit hjá þremum hestamönnum og spurði þá einfaldrar spurningar.
Ef þú værir landsliðsþjálfari Íslands, hvaða þrír knapar og hestar væru fyrstir á blað hjá þér í endanlegu lansliðsvali?

Fanndís Viðarsdóttir Reiðkennari og tamningakona

 

„Ef ég væri landsliðsþjálfari tæki ég eftirfarandi þrjú pör með mér á HM. Jóhann Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum, búinn að ná frábærum árangri úti í bæði tölti og fjórgangi. Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal, jafnvígur hestur sem hefur náð frábærum árangri í tölti og fjórgangi og má því til stuðnings nefna sigur í tölti á Reykjavíkurmeistara móti nú fyrir stuttu. Ég tæki einnig Árna Björn og Flaum frá Sólvangi. Flaumur er frábær fjórgangshestur sem hefur náð frábærum árangri og m.a. íslandsmeistaratitill í fjórgangi“

 

 Bjarni Sveinsson Hestagúrú og viðskiptafræðinemi

„Ef ég væri landsliðsþjálfari yrðu eftirfarandi þrjú pör fyrst á blað hjá mér. Árni Björn Pálsson og Flaumur frá Sólvangi. Þeir félagar þekkjast orðið vel og hafa nú verið saman um nokkra hríð og náð góðum árangri, óþarfi að rökstyðja frekar. Einnig myndi ég velja Jóa Skúla og Finnboga frá Minni-Reykjum. Jói stóð sig vel núna um daginn og skoraði hátt í tölti og fjórgangi. Hef trú á þessu hjá þeim og þetta er enginn tilviljun, enda er Jói einn sá flinkasti í því að stilla upp töltara. Þriðji hesturinn kemur ekki eins auðveldlega upp í hugann en ég tek það fram að ég er ekki nógu vel á púlsinum um það hvað er í boði af hestum á meginlandinu. En ég hef ákveðið að sem þriðja par tæki ég Viðar Ingólfsson og Hæng frá Bergi. Þeir hafa skorað vel í fimmgangi, slaktaumatölti og gæðingaskeiði. Þó svo að þeir séu ekki búnir að skara fram úr þá hef ég trú á því að hann gæti sprungið út hjá Viðari á réttu mómenti. Allir þessir knapar sem ég valdi eru mjög góðir sýnendur og reynslumiklir. Þeir ættu því að vita hvað þarf til þess að skila Íslandi gulli á komandi HM.“

Fanney Dögg Indriðadótir Reiðkennari og tamningakona

 

 

„Ef ég mætti velja hvern sem er til þess að fara fyrir Íslands hönd á HM myndi ég velja Árna Björn og Flaum frá Sólvangi, Olil Amble og Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum, Sigurodd og Stegg frá Hrísdal og Óskar frá Breiðstöðum og Aðalheiði Önnu. Ég gat ekki gert upp á milli þessarra fjögurra þannig ég vel þau öll. Ástæður þess eru þær að Flaumur og Árni hafa náð yfirburða árangri í fjórgangi, Steggur er mjög sterkur í tveimur greinum þ.e. tölti og fjórgangi líka og Óskar sem er mjög sterkur í fjórgangi og slaktaumatölti. Álfarinn og Olil hafa svo verið að standa sig afar vel í fimmgangi. Þetta eru allt saman toppþjálfuð keppnishross, pör með reynslu saman og flottir knapar með mikinn metnað.“