miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvaða knapi átti flestar sýningar í ár?

19. september 2019 kl. 17:24

Margir knapar sýna hross í kynbótadómi sem er til marks um þá miklu breidd sem er í þeirra hópi

Listi yfir þá tíu knapa sem flest hross sýndu í kynbótadómi

 

Nú þegar minna er um að vera í hestamennskunni, en á há tímabilinu, er gaman að velta hinum ýmsu hlutum fyrir sér.

Á Íslandi voru í ár alls sýnd 1189 hross í kynbótadómi. Fjörutíu og þrír knapar sýndu sex sýningar eða fleiri á árinu og er þá átt við allar sýningar. Geta því einhver hross verið talin oftar en einu sinni hafi þau verið sýnd oft á árinu.

Gaman er að sjá hversu margir knapar sýna hross í kynbótadómi sem er til marks um þá miklu breidd sem býr í okkar knöpum.

Ævar Örn Guðjónsson átti flestar sýningar á árinu, alls 59. Næstur á eftir honum kemur Daníel Jónsson með 55 sýningar en þar á eftir Árni Bjön Pálsson með 44 sýningar. Helga Una Björnsdóttir er eina konan sem kemst á þennan lista en hún sýndi alls 32 hross.

Eiðfaxi mun vera með samantekt um kynbótaárið hér á vefnum sem og í komandi tölublöðum í haust.

Hér má sjá lista yfir þá tíu knapa sem flestar sýningar eiga.

 

 

Knapi

Sýningar

Ævar Örn Guðjónsson

59

Daníel Jónsson

55

Árni Björn Pálsson

44

Elvar Þormarsson

38

Helga Una Björnsdóttir

32

Sigursteinn Sumarliðason

32

Sigurður Sigurðarson

31

Jakob Svavar Sigurðsson

27

Bjarni Jónasson

25

Viðar Ingólfsson

25