fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvaða hestum tefla Árni og Ísólfur fram?

10. mars 2015 kl. 13:04

Töltkeppni Meistaradeildar fer fram á fimmtudag.

Töltkeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum fer fram næstkomandi fimmtudag í Fákaseli. Stífar æfingar eru búnar að vera hjá knöpunum og munu ráslistar liggja fyrir á morgun, að er fram kemur í frétt frá Meistarardeildinni.

"Helga Una Björnsdóttir mætir eflaust með Vág frá Höfðabakka en þær Vág vöktu mikla athygli á síðasta ári og voru meðal annars í úrslitum á Landsmóti. Heyrst hefur að Daníel Jónsson og Arion frá Eystra-Fróðholti hafi verið í feikna stuði á æfingu um helgina og spennandi verður að sjá hvort þeir félagar mæti í brautina en Arion eins og flestir vita er með 10 fyrir tölt og hægt tölt. 

Gaman verður að sjá hvað þeir Ísólfur Líndal Þórisson og Árni Björn Pálsson mæta með en Ísólfur trónir á toppnum í einstaklingskeppninni með 30 stig. Ísólfur var í A úrslitum á síðasta Landsmóti á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og hafa þeir félagar verið að gera góða hluti í deildinni hingað til. Árni Björn er annar í einstaklingskeppninni og ætlar sér eflaust að standa uppi sem sigurvegari. Árni hefur í höndum sér sterkasta töltara landsins, Storm frá Herríðarhól, svo gaman verður að sjá hvort hann muni tefla honum fram eða mæta með eitthvern annan."

Töltið hefst kl. 20:00 á fimmtudaginn og mun beina útsending hefjast á sama tíma. 

Efstu fimm í einstaklingskeppninni: 

 

Einstaklingskeppni

Stig

Ísólfur Líndal Þórisson

30

Árni Björn Pálsson

23

Eyrún Ýr Pálsdóttir

16

Ólafur Brynjar Ásgeirsson

12

Daníel Jónsson

12

 

Staðan í liðakeppninni:

 

Liðakeppni

Stig

Auðsholtshjáleiga

140,5

Gangmyllan

122,5

Ganghestar/Margrétarhof

120,5

Top reiter/Sólning

108

Hrímnir/Export hestar

107

Heimahagi

102

Árbakki/Kvistir

101

Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi

97,5