mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvað veist þú um hrossarækt?

odinn@eidfaxi.is
4. desember 2014 kl. 10:18

Náttfari frá Ytra-Dalsgerði

Tíu spurningar sem reyna á þekkingu þína um stóðhesta, hryssur og kynbótaknapa.

Það er gaman að rifja upp þekkingu áhugamannamanna um hrossarækt. Þetta eru tíu spurngar úr hrossaræktinni, en svörin verða birt hér á síðunni eftir helgina.

Hægt er að senda svörin inn í póstfangið odinn@eidfaxi.is en dregið verður úr réttum svörum á sunnudagskvöldið 7.desember nk.

Í verðlaun er netáskrift af Eiðfaxa í hálft ár.

1.       Hver er hæst dæmda dóttir Ófeigs frá Flugumýri?

2.       Hver er hæsti hæfileikadómur Orra frá Þúfu?

3.       Hvaða ár hlaut Gáski frá Hofsstöðum heiðursverðlaun?

4.       Hvað hefur Erlingur Erlingsson sýnt mörg hross yfir 9,00 fyrir hæfileika?

5.       Á hvaða hryssu hefur Jakob Svavar Sigurðsson náð hæstri aðaleinkunn á?

6.       Hvað hafa mörg afkvæmi Kröflu frá Sauðárkróki hlotið Heiðursverðlaun?

7.       Hver er hæst dæmda dóttir Sunnu frá Akranesi?

8.       Hver þessara stóðhesta á flest afkvæmi skráð í Worldfeng?

a.       Stáli frá Kjarri

b.      Álfur frá Selfossi

c.       Sær frá Bakkakoti

9.       Hvað hafa mörg hross hlotið 10,0 fyrir fet í kynbótadómi?

10.   Hvaða hross hefur lægstu hæfileikaeinkunn sem gefin hefur verið?