sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvað þýðir þá að hesturinn sé „sáttur og geti japlað og kyngt?“-

9. desember 2011 kl. 11:14

Hvað þýðir þá að hesturinn sé „sáttur og geti japlað og kyngt?“-

Jólablað Eiðfaxa inniheldur m.a. fræðandi grein Sabine Raad um munn hestsins, virkni hans og hlutverk. Þar skrifar hún:

Rannsóknir á dýraspítalanum í Hannover leiddu í ljós að í raun og veru er ekkert pláss fyrir mél í munni hestsins, þar sem tungan fyllir upp í allt rýmið þegar munnurinn er lokaður. Sumir hestar reyna að losa sig við mélin og færa til þess tunguna upp, niður og til hliðar. Það hefur í för með sér að ennþá meira munnvatn er framleitt, sem hesturinn svo getur ekki kyngt og rennur þess vegna bara út úr munninum. Að tala um að hesturinn samþykki mélið er í þessum tilfellum óraunhæft.

Mélið getur orsakað að munnvatnið leki úr munninum og það sama getur gerst ef hestinum er riðið mikið á bak við lóðlínu. Ákveðnir vöðvar á neðra hluti hálsins, sem tengdir eru tungunni, geta valdið því að hesturinn nái ekki að kyngja ef hann notar þessa vöðva of mikið. Hestur sem þjálfaður er bak við loðlínu stífnar í kjálkanum og hnakkanum og getur þess vegna alls ekki verið sáttur.

Hvað þýðir þá að hesturinn sé „sáttur og geti japlað og kyngt?“

 

Jólablað Eiðfaxa er komið út í vefútgáfu og geta áskrifendur lesið það hér.
Blaðið berst inn um lúgur áskrifenda eftir helgi.

Einnig er hægt að festa kaup á þessu veglega 100 síðna tímariti hér í vefverslun Eiðfaxa og kostar það litlar 1.862 krónur.