þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvað stóð upp úr árið 2016?

27. desember 2016 kl. 13:00

Frá opnunarhátíð Landsmóts 2014.

Hestamenn segja sína skoðun

Nú þegar árið 2016 er senn á enda og árið 2017 að taka við þá ákvað blaðamaður Eiðfaxa að spyrja hestamenn hvað stóð upp úr í hestamennskunni á þessu ári. Fleiri hestamenn munu segja sína skoðun næstu daga.

Hver er hestamaðurinn?
Karl Áki Sigurðsson hrossaræktandi og íþróttadómari

Hvað er eftirminnilegast í hestamennskunni árið 2016?
Þegar ég leiði hugann að því hvað það er sem stendur upp úr í hestamennskunni árið 2016 eru mér tveir hlutir ofarlega í huga. Fyrst og fremst var það einstaklega vel heppnað Landsmót á Hólum í Hjaltadal. Á síðastliðnu ári mátti líka greinilega sjá þær framfarir sem hafa átt sér stað undanfarinn ár í öllu sem við kemur hestamennsku. Hestarnir okkar eru alltaf að verða betri, breiddin og fagmennskan meðal knapa fleytir fram á hverju ári og allir þættir hestasmennskunnar eru á stöðugri framabraut

Hver er hestamaðurinn?
Jóhann G. Jóhannesson hrossaræktandi, íþrótta- og gæðingadómari

Hvað er eftirminnilegast í hestamennskunni árið 2016?
Landsmótið á Hólum er eftirminnilegast. Ég hef komið á allmörg landsmót en þetta stendur upp úr í þeim hópi að mínu mati. Einnig er eftirminnilegt fyrir mig hversu mörg hross úr minni ræktun komu vel út úr kynbótasýningum af sjö sýndum hrossum er meðaleinkun aðaleinkunnar 8,15.

Hver er hestamaðurinn?
Ólafur Örn Þórðarson hrossaræktandi að Skák í Holtum

Hvað er eftirminnilegast í hestamennskunni árið 2016?
Árið 2016 var gott fyrir hestamennskuna með mikilli grósku og hún var ekki síst í skeiðkappreiðum. Þar ber þó hæst heimsmet Bjarna Bjarnasonar og Heru frá Þóroddsstöðum á Landsmótinu á Hólum.
En fremur vakti það athygli mína hversu margir afkomendur Kolfinns frá Kjarnholtum voru áberandi á síðastliðinu sumri