miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvað hefur hrossið skorað í íþróttakeppni?

28. desember 2014 kl. 12:00

Súsanna Ólafsdóttir, formaður FT.

Kaupendur ekki lengur ginnkeyptir fyrir 1. verðlauna kynbótagripum.

Nokkrir af forystumönnum hestamennskunar skrifa greinar í 12. tölublað Eiðfaxa. Súsanna Ólafsdóttir, formaður Félags tamningamanna talar meðal annars um íslenska hestinn sem söluvöru.

 Á þessu ári hef ég fengið fjölmörg bréf af ýmsu tagi, langar mig að segja frá einu þeirra hér. Erlend kona kaupir 1. verðlauna hross, hátt dæmt í kynbótadómi, jafnar, háar einkunnir á allar fimm gangtegundir, fær einnig sent vídeó þar sem hrossinu er riðið fram og til baka á beinum vegi. Hún ætlar hrossið fyrir dóttur sína, mjög góðan knapa, til að þjálfa og keppa í fimm gangi í íþróttakeppni, frábær sölumaður sannfærir hana um kaupin. Þegar farið er að þjálfa kemur í ljós mikil neikvæð spenna, stress, stífni og hrossið er í raun hættulegt. Sem betur fer eru flestir heiðarlegir, en þetta gerist engu að síður. Kaupendur eru ekki lengur ginnkeyptir fyrir 1. verðlauna gripum, heldur spyrja, hvað hefur hrossið skorað í íþróttakeppni? Þetta höfum við skapað sjálf og form hæfileikadómsins, en það liggur að sjálfsögðu hjá okkur sjálfum að endurskoða og laga, t.d. ef búið er að marka lengd brautar, af hverju fær þá hross 9 fyrir vilja sem fer langt út fyrir brautarenda í stjórnleysi?

Grein þessa má nálgast í 12. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.