mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvað er besta höfuðborgarfélagið?

10. febrúar 2011 kl. 11:15

Hvað er besta höfuðborgarfélagið?

Bikarkeppni hestamannafélaganna Gusts, Mána, Andvara, Sörla, Harðar, Fáks og Sóta hefst á morgun, föstudag.

Keppt verður í þrígangi þar sem fjórir hestar keppa frá hverju félagi, tveir af þeim keppa í fegurðartölti, brokki og stökki en hinir keppa í tölti, brokki og skeiði. Að forkeppni lokinni eru tvenn úrslit. Stig reiknast eftir forkeppni.

Skemmtunin hefst kl. 20 og er keppt í reiðhöll Harðarmanna í Mosfellsbæ.

Athugið að líka er keppni um besta stuðningsliðið.

Allir á völlinn að hvetja sitt félag!