þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvað er að gerast?

25. júní 2012 kl. 07:31

Hvað er að gerast?

,,Í vor hefur hver uppákoman rekið aðra í keppni yngstu barnanna í gæðingaúrtökum félaganna. Dómarar og mótshaldarar hafa þurft að stöðva keppni hvað eftir annað til að vísa hestum úr braut eða hreinlega að forða slysi. Hestakostur barnanna eflist með hverju árinu og eru hrossin mörg illviðráðanleg fyrir unga fólkið. Alltof mörg alvarleg atvik hafa átt sér stað og er nánast upp á heppni hvort keppnin gengur upp eða hvort allt fer í handaskol hjá ungum knapa og hesti hans. Svo ekki sé talað um afdrif annarra barna sem eru samtímis í braut. Já, hvað er að gerast með barnakeppnina?” spyr Sigurður Ævarsson dómari í pistli í 4. tbl. Eiðfaxa sem berst áskrifendum í dag og verður til sölu í bás Eiðfaxa á sölusvæði Landsmóts. 

Ekki er úr vegi að mæla með lestur greinarinnar en þar varpa Sigurður meðal annars fram þeirri spurningu hvort ekki væri skynsamlegt að hækka lágmarksaldur keppenda í barnaflokki í tíu ár. ,,Margir eru að stíga sín fyrstu spor í keppnisreiðmennsku og eiga allan rétt á því að vera eins öruggir og kostur er, geta haft gaman og gagn af því að vera með."