mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvað er á döfinni í dag?

26. febrúar 2011 kl. 11:07

Hvað er á döfinni í dag?

Eins og sjá má á Viðburðardagatali Eiðfaxa er nóg um að vera í dag. 

KB-mótaröðin heldur áfram í dag og verður nú keppt í gæðingakeppni í Faxaborg. Keppnin hefst kl. 12 og ráslista má nálgast á heimasíðu hestamannafélagsins Skugga.

Á Blönduósi fer fram Sparisjóðs-liðakeppninn og í dag verður keppt í Smala og Skeiði. Ráslista má nálgast á heimasíðu Neista.  

Klukkan 10 hófst Ístölt Austurlands á Móavatni en það er hestamannafélagið Freyfaxi á Egilsstöðum sem stendur fyrir mótinu.

Þá ætti að fara fram ísmót á Ólafsfjarðarvatni, en því var frestað til þessa dags þann 5. febrúar.

Vetrarleikar Fáks verða haldnir í Víðidal og Landsbankamót Sörla að Sörlastöðum og á Akureyri heldur Léttir æfingamót.

Mótaglaðir hestamenn ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dag. Meira um alla viðburði dagsins í Viðburðardagatalinu.