fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvað einkennir góða hrossahaga

odinn@eidfaxi.is
2. október 2014 kl. 08:19

Hross í haga.

Stikkorð

Landgræðsla

Hvað gerist við ofbeit?

Sterkt og uppskerumikið hallalítið land, þar sem  grös og starir eru ríkjandi og sina frá síðasta ári er í sverði. 

Dæmi um góða haga er graslendi, tún, valllendi, framræstar mýrar, flæðiengjar, grónar áreyrar. Þar ríkja plöntutegundir sem þola vel beit og rótarkerfi er sterkt. 

Hvað einkennir haga í slæmu ástandi? Rofdílar eru víða, þúfur áberandi, gróður rótnagaður, puntur sést ekki, sinulaus, uppskera lítil.

Dæmi um land sem er viðkvæmt fyrir hrossabeit er rýrt mólendi, flagmóar, lyngmóar, mjög blautt land, rofið land, land sem liggur hátt yfir sjó. Brattlendi hentar ekki til hrossabeitar.

Úrbætur vegna mikillar hrossabeitar

 • Fækka hrossum í haganum

 • Hólfa land og bæta beitarstýringu

 • Hlífa viðkvæmu landi við beit

 • Seinka upphafi beitar á vorin

 • Stytta beitartíma

 • Lengja gjafatíma

 • Tímabundin friðun lands

 • Áburðargjöf

 • Græða upp ógróið eða lítið gróið land

Hvað gerist við ofbeit?

 • Bestu beitarplönturnar hverfa

 • Hlutdeild lélegra beitarplantna vex

 • Gróður verður gisnari og rofdílar myndast

 • Jarðvegsrof hefst

 • Uppskera minnkar

 • Rætur plantna rýrna 

 • Landþörf til beitar eykst

 • Kostnaður við endurbætur illa farins lands eykst