mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Húsfyllir á Flúðum

29. nóvember 2013 kl. 09:17

Sýnikennsla með Jakobi S. Sigurðssyni.

Húsfyllir var í reiðhöllinni á Flúðum þegar hinn kunni knapi Jakob Svavar Sigurðsson var með sýnikennslu. Hann var með þrjá hesta; Eld frá Köldukinn (7vetra), Fúgu frá Skálakoti (4vetra) og Straum frá Skrúð (5 vetra). Hann sýndi aðallega hvað hann væri að fást við í dag enda með þrjú ólík hross sem voru komin mis langt í þjálfun. 

Hann byrjaði á því að fara yfir þær tamningaaðferðir sem gott væri að vinna í á haustin eins og ýmsa grunnvinnu. Jakob leggur mikla áherslu á að hesturinn skilji ábendingar og notast hann mikið við að byrja á því að vinna fyrst með hestinn í hendi áður en hann fer á bak.

Gestir voru mjög ánægðir og spurðu hann nánar út í mismunandi atriði. Kvöldið var góð byrjun á vetrinum hjá hestamönnum í uppsveitunum en reiðhöllinn hefur sannað sig sem góður vettvangur fyrir slíka viðburði.