föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Hún er svo vís um veðráttu og vatnagang"

8. desember 2014 kl. 16:00

hestar

Hesturinn hefur þróað með sér tilfinningu fyrir veðrabrigðum.

Íslenski hesturinn eins og íslenska þjóðin hefur mótast af þeim aðstæðum sem þeim er boðið upp á Aðlögunarhæfni hestins er mikil og hreint út sagt ótrúleg en henni virðist engin takmörg sett. Þegar hesturinn kom fyrst til landsins var hann mun stærri og var feldurinn ekki eins þykkur og þéttur. Með tímanum minnkuð hrossin og er talið að hann hafi minnkað um 10 cm. Við erum þó búin að vinna upp þessa minnkun með aukinni ræktun og bættum aðbúnaði síðustu ár. Margar skepnur hafa þróað með sér tilfinningu fyrir veðrabrigðum og er Íslenski hesturinn einn af þeim enda fá hrossakyn sem þurfa jafn mikið á þeim eiginleika að halda. 

Í Grettissögu segir frá merinni Kengál en hún þótti vís um veðráttu og vatnagang. Kengála var eftirlætis hross Ásmundar á Bjargi, faðir Grettis. Kengála þótti ákaflega vitur og mátti aldrei reka hrossin heim og hýsa þau fyrr en að hún sýndi á sér fararsnið. Ásmundur hafði falið Gretti það starf að halda hestunum á beit í Bersaborg sem var norðaustan við Bjarg.

"Þá skaltu svo að fara," sagði Ásmundur, "sem eg býð þér. Hryssu á eg bleikálótta er eg kalla Kengálu. Hún er svo vís að um veðráttu og vatnagang að það mun aldrei bresta að þá mun hríð eftir koma ef hún vill eigi á jörð ganga. Þá skaltu byrgja í húsi hrossin en halda þeim norður á hálsinn þegar er vetur leggur á. Þætti mér þurfa að þú leystir þetta verk betur af hendi en þau tvö sem áður hefi eg skipað þér."

Grettir svarar: "Þetta er kalt verk og karlmannlegt. En illt þykir mér að treysta merinni því að það veit eg öngvan fyrr gert hafa." Grettir var frekar illa klæddur og eftir að liðið er svolítð fram yfir jól gerði veður vont og varð Gretti kalt. Ekkert farasnið var á Kengálu og brá þá Grettir til þess ráðs að fletta skinninu ofan af hrygg Kengálu og leggja það síðan niður aftur. Vegna þessa varð Kengálu kalt og hljóp heim að Bjargi. Ásmundur neyddist seinna til að farga Kengálu vegna þessa og sá hann mikið eftir hryssunni.