miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hulda og Draupnir sterkust

Óðinn Örn Jóhannsson
1. apríl 2018 kl. 00:07

Hulda Gústafsdóttir og Draupnir frá Brautarholti.

Framtíðarstjörnur prýddu úrslit kvöldsins.

Í kvöld fór fram töltkeppnin Allra sterkustu sem Landsliðsnefnd heldur árlega til styrktar landsliðinu. Það var nokkuð fyrirséð að margi af okkar fremstu knöpum mundu hvíla sín sterkustu töltkeppnishross fyrir átök komandi helgar. Því voru margir þeirra að tefla fram framtiðarhrossum sínum á stóra sviðinu í hestamennskunni og tókst mörgum þeirra vel upp.

Svo fór að Hulda og Draupnir höfðu sigur en þau komu efst inn í úrslit ásamt Jakobi Sigurðssyni á Konsert frá Hofi sem enduðu í fjórða sæti eftir úrslit.

Úrslit urðu sem hér segir:

1. Hulda Gústafsdóttir og Draupnir frá Brautarholti 7,72

2. Viðar Ingólfsson og Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II 7,50

3. Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði 7,22

4. Jakob Svavar Sigurðsson og Konsert frá Hofi 7,17

5. Teitur Árnason og Reynir frá Flugumýri 7,11

6. Matthías Leó Matthíasson og Taktur frá Vakurstöðum 6,89

7-8. Ragnhildur Haraldsdóttir og Gleði frá Steinnesi 6,83

7-8. Reynir Örn Pálmarsson og Marta frá Húsavík 6,83

9. Katrín Sigurðardóttir og Ólína frá Skeiðvöllum 6,56